Ísland skoraði aðeins 14 mörk í Slóveníu

Lovísa Thomp­son er mik­il­væg­ur hlekk­ur í ís­lenska liðinu.
Lovísa Thomp­son er mik­il­væg­ur hlekk­ur í ís­lenska liðinu. Ljósmynd/Robert Spasovski

Ísland mátti þola 14:24-tap fyrir Slóveníu á útivelli í fyrri leik liðanna í umspili HM kvenna í handbolta í dag. Íslenska liðið þarf því á hálfgerðu kraftaverki að halda þegar liðin mætast á Ásvöllum næstkomandi miðvikudag.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og var staðan 3:2, Slóveníu í vil, eftir sjö mínútur. Þá kom góður kafli hjá slóvenska liðinu því skömmu síðar var staðan orðin 7:4.

Heimakonur héldu frumkvæðinu út hálfleikinn og Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 12 mínútunum í fyrri hálfleik. Munurinn var því sex mörk í hálfleik, 13:7.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék vel í markinu og varnarleikurinn var þokkalegur. Vandræði Íslands voru hins vegar í sóknarleiknum þar sem liðið fann fá svör við sterkri slóvenskri vörn og góðri Ömru Pandzic þar fyrir aftan.

Íslenska liðið var aldrei líklegt til að minnka muninn í seinni hálfleik. Slóvenska liðið var með undirtökin allan tímann og varð munurinn að lokum tíu mörk.

Lovísa Thompson var besti útileikmaður Íslands, en hún skoraði fimm mörk. Ljósustu punktar íslenska liðsins voru hins vegar markverðirnir Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Saga Sif Gísladóttir. Elín varði 12 skot og Saga þrjú, öll úr vítaköstum. 

Elizabeth Omoregie skoraði níu mörk fyrir Slóveníu og var óviðráðanleg. Amra Pandzic varði 14 skot og var því með 50 prósenta markvörslu með sterka vörn fyrir framan sig. 

Slóvenía 24:14 Ísland opna loka
60. mín. Natasa Ljepoja (Slóvenía) fiskar víti
mbl.is