Guðmundur ekki lengi að fá nýtt starf

Guðmundur Þ. Guðmundsson var ekki lengi að fá starfstilboð frá …
Guðmundur Þ. Guðmundsson var ekki lengi að fá starfstilboð frá Danmörku. AFP

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur skrifað undir samning við danska félagið Fredericia. Hann tekur við liðinu fyrir næstu leiktíð, eða sumarið 2022.

Guðmundi var sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi á mánudag, en hann var ekki lengi að finna sér nýtt starf. Hann segir í viðtali við TV2 í Danmörku að ekki sé víst hvort hann haldi áfram að þjálfa landsliðið samhliða því að þjálfa danska liðið.

Íslenski þjálfarinn þekkir vel til danska handboltans því hann stýrði danska karlalandsliðinu frá 2014 til 2017 og úrvalsdeildarliðinu GOG frá 2009 til 2010. Undir stjórn Guðmundar urðu Danir Ólympíumeistarar i Ríó árið 2016. 

Fredericia er sem stendur í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki. Liðið hafnaði í tíunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert