Erlingur og Magnús stýra ÍBV

Erlingur Birgir Richardsson og Magnús Stefánsson munu stýra ÍBV í …
Erlingur Birgir Richardsson og Magnús Stefánsson munu stýra ÍBV í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili. Ljósmynd/ÍBV

Erlingur Birgir Richardsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV og verður áfram þjálfari karlaliðsins. Hann mun stýra liðinu ásamt Magnúsi Stefánssyni.

Erlingur tók við karlaliði ÍBV árið 2018 og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistarar árið 2020 og meistarar meistaranna.

Magnús Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en hann er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þjálfað yngri flokka liðsins undanfarin ár.

„Magnús þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum ÍBV, eða handboltaunnendum almennt. Magnús lék um langt skeið með liði ÍBV með frábærum árangri,“ sagði ÍBV í tilkynningu sinni.

ÍBV mun taka þátt í Ragnarsmóti karla á undirbúningstímabilinu sem hefst á morgun. Hörður er fyrsti mótherji liðsins en liðin mætast þann 19. ágúst á Selfossi.

Fyrsti leikur ÍBV í deildinni verður í Eyjum þann 9. september en hann er einnig gegn Herði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert