Evrópudeildin stækkar á næsta ári

Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn í Val leika í …
Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn í Val leika í Evrópudeildinni í vetur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Framkvæmdastjórn Evrópska handknattleikssambandsins ákvað á fundi sínum í dag að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildar karla frá og með næsta keppnistímabili.

Valsmenn eru eitt af þeim 24 liðum sem fara beint í riðlakeppnina á nýhöfnu tímabili og eru fyrsta íslenska liðið sem kemst þangað. Fjölgunin ætti að auka möguleika íslenskra liða á að vinna sér sæti í riðlakeppninni.

Frá og með haustinu 2023 verða 32 lið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, sextán sem fá beint keppnisrétt þar og sextán sem fara í gegnum eina umferð í undankeppni, í stað tveggja umferða eins og nú er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert