Ribe-Esbjerg vann Íslendingaslaginn

Elvar Ásgeirsson kom til liðs við Ribe-Esbjerg frá Nancy í …
Elvar Ásgeirsson kom til liðs við Ribe-Esbjerg frá Nancy í Frakklandi í sumar. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Fjórir Íslendingar tóku þátt í viðureign Ribe-Esbjerg og Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag og þrír þeirra fögnuðu sigri.

Þremenningarnir hjá Ribe-Esbjerg höfðu betur, 31:25, og eru komnir með í fjórða sæti með sjöt stig eftir fyrstu fimm leikina en Lemvig hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum.

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Arnar Birkir Hálfdánsson tvö og Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot í marki liðsins, þar af tvö vítaköst. Daníel Freyr Andrésson varði eitt skot í marki Lemvig.

mbl.is
Loka