Akureyringurinn ekki meira með

Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikur ekki meira með KA/Þór á leiktíðinni.
Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikur ekki meira með KA/Þór á leiktíðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikskonan Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikur ekki meira með KA/Þór á leiktíðinni þar sem hún er ófrísk af sínu fyrsta barni.

Handbolti.is greindi frá. Hulda lék fyrstu tvo leiki KA/Þórs á leiktíðinni; gegn ÍBV og Haukum, og skoraði þrjú mörk. 

Hulda varð Íslands- og bikarmeistari með KA/Þór á síðasta ári. Hún skoraði 27 mörk í 17 leikjum með KA/Þór á síðasta tímabili og spilaði stórt hlutverk í varnarleik liðsins.  

mbl.is