Hafþór til Noregs

Hafþór Már Vignisson í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili.
Hafþór Már Vignisson í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili. mbl.is/Unnur Karen

Handknattleiksmaðurinn Hafþór Már Vignisson er genginn í raðir Arendal, sem leikur í norsku úrvalsdeildinni, frá þýska B-deildar liðinu Empor Rostock.

Handbolti.is greinir frá.

Hafþór Már, sem er örvhent skytta og leikstjórnandi, gekk í raðir Rostock frá Stjörnunni fyrir yfirstandandi tímabil en hefur nú ákveðið að söðla um og reyna fyrir sér í Noregi.

Hann er 23 ára gamall og uppalinn hjá Þór á Akureyri en hefur einnig leikið með ÍR hér á landi.

mbl.is