Það hrundi allt á sama tíma

Kristján Ottó Hjálmsson sækir að marki Vals í kvöld.
Kristján Ottó Hjálmsson sækir að marki Vals í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er eitt besta lið á landinu og við vissum að þetta væri að fara að vera erfiður leikur en þetta var kannski of stórt tap,“ sagði Sigurjón Guðmundsson, markmaður HK í handbolta, eftir tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, 39:24.

„Ég get ekki sagt hvað gerðist svona stuttu eftir leik, það bara hrundi allt á sama tíma,“ sagði Sigurjón í viðtali við mbl.is eftir leik en HK-ingar voru í forystu fyrstu 25 mínútur leiksins en misstu allt niður eftir það.

Það vantaði nokkra leikmenn í lið HK sem eru þar vanalega eins og Sigurð Jefferson Guarino og Pálma Fannar Sigurðsson.

„Siggi og Pálmi eru 50/50 og það eru mikilvægir leikir fram undan og vissulega vildum við eiga þá inni í þeim.

Næsti leikur er strax mikilvægur, á móti FH og við ætlum að taka tvö stig þar og svo höldum við áfram,“ sagði Sigurjón en FH er á toppi deildarinnar og HK í 10. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert