Annar sigur Fram á árinu

Rúnar Kárason lék vel með Fram.
Rúnar Kárason lék vel með Fram. mbl.is/Óttar Geirsson

Fram vann sinn annan sigur á árinu 2024 í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld er liðið lagði HK, 35:26, á útivelli. HK hefur nú tapað átta leikjum af síðustu níu í deildinni.

Framarar eru í sjötta sæti með 21 stig og HK í ellefta og næstneðsta sæti með níu, einu stigi frá Víkingi og öruggu sæti í deildinni.

Leikurinn var jafn framan af, en í stöðunni 9:8 fyrir Fram skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og komust í 14:8. Var staðan í hálfleik 18:12 og voru HK-ingar ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik.

Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 7, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Júlíus Flosason 3, Jón Karl Einarsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Kristján Pétur Barðason 1.

Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 11.

Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Bjartur Már Guðmundsson 6, Eiður Rafn Valsson 5, Marel Baldvinsson 4, Ívar Logi Styrmisson 4, Arnþór Sævarsson 2, Tindur Ingólfsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Theodór Sigurðsson 1, Dagur Fannar Möller 1, Daníel Stefán Reynisson 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 16, Breki Hrafn Árnason 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert