Eyjamaðurinn fór á kostum

Hákon Daði Styrmisson átti stórleik.
Hákon Daði Styrmisson átti stórleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eintracht Hagen hafði betur gegn Dormagen á útivelli, 32:28, í B-deild Þýskalands í handbolta í kvöld.

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum með tíu mörk fyrir Hagen-liðið, sem er í fjórða sæti með 32 stig.

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Coburg í 25:27-tapi á útivelli gegn Hüttenberg. Coburg er í sjötta sæti með 29 stig.

Í efstu deild skoraði Elvar Örn Jónsson fjögur mörk fyrir Melsungen í 26:25-heimasigri á Lemgo. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen, sem er í fjórða sæti með 35 stig eftir 26 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert