KA fór létt með Víkinga

Einar Rafn Eiðsson skoraði 10 mörk.
Einar Rafn Eiðsson skoraði 10 mörk. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA vann stóran sigur á Víkingi úr Reykjavík, 33:18, í úrvalsdeild karla í handknattleik á Akureyri í dag. 

Með sigrinum er KA komið í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en Víkingur er í tíunda sæti með tíu. 

Einar Rafn Eiðsson fór á kostum í liði KA en hann skoraði 10 mörk. Bruno Bernat varði þá 14 skot í marki KA. 

Hjá Víkingi skoraði Jóhann Reynir Gunnlaugsson mest eða sex mörk. 

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 10, Dagur Árni Heimisson 6, Daði Jónsson 4, Arnór Ísak Haddsson 4, Logi Gautason 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Ólafur Gústafsson 1, Ott Varik 1. 

Varin skot: Bruno Bernat, 14. 

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1. 

Varin skot: Bjarki Garðarson 7, Daníel Andri Valtýsson 3. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert