Orri og félagar fengu fullt hús stiga

Orri Freyr Þorkelsson í leik með Sporting.
Orri Freyr Þorkelsson í leik með Sporting. Ljósmynd/Sporting

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í handknattleiksliði Sporting frá Lissabon unnu alla 22 leiki sína í deildakeppninni í Portúgal sem lauk í kvöld.

Sporting vann þá Porto, 35:32, í lokaumferðinni og lauk því deildinni með fullu húsi stiga. Orri skoraði þrjú mörk í leiknum.

Benfica hafnaði í öðru sæti, sjö stigum á eftir Sporting, eftir jafntefli gegn Madeira SAD, 34:34, á sólareyjunni Madeira í kvöld. Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica.

Nú tekur við úrslitakeppnin um portúgalska meistaratitilinn þar sem líklegt er að íslensku hornamennirnir sláist um titilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert