Fara í umspil um að halda sætinu

Ólafur Andrés Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ólafur Andrés Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingalið Karlskrona mátti sætta sig við naumt tap fyrir Önnered, 34:32, í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld.

Þar með er ljóst að Karlskrona fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni þar sem liðið getur ekki endað neðar en í 12. sæti og getur ekki komist ofar en 11. sæti.

Liðin í 11. til 13. sæti fara í umspil með liðunum sem hafna í 2. – 4. sæti í B-deildinni um þrjú sæti í úrvalsdeild.

Í kvöld komust allir íslensku leikmennirnir hjá Karlskrona á blað. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði þrjú mörk, Ólafur Andrés Guðmundsson sömuleiðis þrjú og Þorgils Jón Svölu Baldursson eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert