Valsmenn einu stigi frá toppnum

Benedikt Gunnar Óskarsson lék vel fyrir Val.
Benedikt Gunnar Óskarsson lék vel fyrir Val. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur er einu stigi frá toppliði FH í úrvalsdeild karla í handbolta eftir 26:24-heimasigur liðsins á Gróttu á Hlíðarenda í kvöld.

Var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn, en Valsmenn hænuskrefi á undan nánast allan tímann. Grótta var þó með 12:11 forskot í hálfleik.

Eftir mikla spennu í lokin reyndust Valsmenn ögn sterkari og á liðið enn möguleika á að taka deildarmeistaratitilinn af FH á lokaspretti mótsins, en tvær umferðir eru eftir. 

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Andri Finnsson 3, Allan Norðberg 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Vignir Stefánsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.

Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 6, Björgvin Páll Gústavsson 3.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 5, Jón Ómar Gíslason 5, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Emil Grétarsson 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Hannes Grimm 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert