Markahæstur í tapi fyrir þýska toppliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson lék vel í tap Kadetten í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson lék vel í tap Kadetten í kvöld. Ljósmynd/Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur allra þegar lið hans Kadetten Schaffhausen mátti sætta sig við tap fyrir Füchse Berlín, 34:28, í síðari leik liðanna í umspili um sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Óðinn Þór skoraði átta mörk fyrir svissnesku meistarana í Kadetten, sem tapaði einvíginu gegn þýska toppliðinu samanlagt 66:56.

Rhein-Neckar Löwen fékk króatíska liðið Nexe í heimsókn í síðari leik liðanna og vann 31:29 og einvígið samanlagt 55:48.

Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen í kvöld en lét til sín taka í varnarleiknum eins og hans er siður.

Í átta liða úrslitum mætir Löwen liði Sporting Lissabon, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með.

Nantes, sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, mætir Füchse í átta liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka