Íslendingaliðin öll í undanúrslit

Dagur Gautason í leik með KA á síðasta tímabili.
Dagur Gautason í leik með KA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Arendal og Drammen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar um norska meistaratitilinn í handknattleik karla með því að hafa betur í viðureignum sínum í átta liða úrslitum.

Arendal heimsótti Nærbo og hafði betur, 33:28, í öðrum leik liðanna og vann þar með einvígið 2:0.

Dagur Gautason skoraði tvö mörk fyrir Arendal en Hafþór Már Vignisson lék ekki með liðinu vegna meiðsla og Árni Bergur Sigurbergsson var ekki í leikmannahópnum.

Drammen fékk þá Runar í heimsókn og vann 28:27 og einvígið um leið 2:0.

Róbert Sigurðarson skoraði ekki fyrir Drammen en stóð fyrir sínu í varnarleiknum.

Fyrr í dag tryggðu Sigvaldi Björn Guðjónsson og liðsfélagar hans í Kolstad sér sæti í undanúrslitum og öll lið úrslitakeppninnar sem innihalda íslenska leikmenn eru því komin í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert