Tjörvi til Þýskalands?

Tjörvi Týr Gíslason í undanúrslitaleiknum gegn Minaur Baia Mare
Tjörvi Týr Gíslason í undanúrslitaleiknum gegn Minaur Baia Mare mbl.is/Óttar

Hlaðvarpið Handkastið greinir frá því að Tjörvi Týr Gíslason, línumaður Vals, sé á leið til þýska 1. deildarliðsins Bergischer. Bergischer er í fallsæti sem stendur en í harðri baráttu við Erlangen um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Hinn 24 ára gamli Tjörvi Týr hefur verið í lykilhlutverki hjá Evrópubikarmeisturum Vals undanfarin ár en hann er yngri bróðir landsliðsmannsins Ýmis Arnar Gíslasonar og fyrrum fyrirliða Vals til margra ára, Orra Freys Gíslasonar.

Tjörvi skoraði eitt mark, af dýrari gerðinni, þegar Valur sigraði Olympiacos í síðari úrslitaleik liðanna í Evrópubikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert