Nígería tilkynnti 30 manna hóp

Victor Moses, leikmaður Chelsea, er einn af lykilmönnum Nígeríu.
Victor Moses, leikmaður Chelsea, er einn af lykilmönnum Nígeríu. AFP

Nígeríumenn, sem eru á meðal mótherja Íslendinga á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar, tilkynntu í dag 30 manna hóp fyrir keppnina en þeir gátu eins og aðrar þjóðir skráð 35 nöfn til keppni í dag.

Af þessum 30 verða 23 í endanlegum hópi sem tilkynna þarf í síðasta lagi 4. júní. Ísland og Nígería mætast í Volgograd í annarri umferð riðlakeppninnar föstudaginn 22. júní.

Hópurinn sem Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, valdi er þannig skipaður:

Markverðir:
24/0 Ikechukwu Ezenwa, Enyimba
  7/0 Daniel Akpeyi, Chippa United
  3/0 Francis Uzoho, Deportivo Fabril
  3/0 Dele Ajiboye, Plateau United

Varnarmenn:
60/3 Elderson Echiejile, Cercle Brugge
37/0 Kenneth Omeruo, Kasimpasa
22/0 Abdullahi Shehu, Bursaspor
19/0 William Ekong, Bursaspor
16/0 Leon Balogun, Mainz
13/0 Stephen Eze, Lokomotiv Plodiv
  4/0  Tyronne Ebuehi, Den Haag
  4/0 Ola Aina, Hull City
  4/0 Chidozie Awaziem, Nantes
  3/1 Brian Idowu, Amkar Perm

Miðjumenn:
83/6 Mikel John Obi, Tianjin Teda
50/1 Ogenyi Onazi, Trabzonspor
18/2 John Ogu, Hapoel Beer Sheva
16/0 Wilfred Ndidi, Leicester
15/0 Joel Obi, Torino
12/1 Oghenekaro Etebo, Las Palmas
  5/0 Mikel Agu, Bursaspor
  1/0 Uche Agbo, Standard Liege

Sóknarmenn:
17/4  Odion Ilghao, Changchun Yatai
69/13 Ahmed Musa, CSKA Moskva
32/11 Victor Moses, Chelsea
16/4  Alex Iwobi, Arsenal
15/8  Kelechi Iheanacho, Leicester
21/4  Moses Simon, Gent
  0/0  Junior Lokosa, Kano Pillars 
  0/0  Simeon Nwankwo, Crotone

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert