Níu möguleikar fyrir Nígeríuleik

Birkir Bjarnason og samherjar í íslenska landsliðinu mæta Nígeríu á …
Birkir Bjarnason og samherjar í íslenska landsliðinu mæta Nígeríu á föstudaginn og þar er mikið undir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland gæti verið efst í D-riðlinum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi að loknum leiknum við Nígeríu í Volgograd á föstudaginn, ef sigur vinnst, en gæti líka verið í neðsta sætinu, ef leikurinn tapast.

Það eina sem er öruggt er þó að Ísland mun alltaf eiga möguleika á öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina, og þar með sæti í sextán liða úrslitunum, hvernig sem úrslit leikjanna verða.

Viðureign Argentínu og Króatíu fer fram í Nishnij Novgorod á fimmtudagskvöldið, tæpum sólarhring áður en viðureign Íslands og Nígeríu hefst, og liðin tvö sem eigast við í Volgograd vita því nákvæmlega hver staða þeirra verður í leikslok.

Þar standa Nígeríumenn tæpar því ef þeir tapa leiknum gegn Íslandi eru möguleikar þeirra á að komast í sextán liða úrslitin endanlega úr sögunni.

Króatar geta komist áfram

Króatar eru í kjörstöðu eftir að hafa unnið Nígeríu 2:0 í fyrstu umferðinni. Takist þeim að leggja Argentínumenn að velli í Nishnij Novgorod verða þeir komnir í 16-liða úrslitin áður en þeir mæta Íslendingum í Rostov í lokaumferðinni þriðjudaginn 26. júní.

Fyrir hendi eru níu mögulegar sviðsmyndir fyrir íslenska liðið, eftir því hvernig leikirnir tveir enda.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem þessir níu möguleikar eru skoðaðir og hvernig staðan gæti orðið að loknum leiknum við Nígeríu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert