Mascherano hættur með landsliðinu

Javier Mascherano hefur leikið sinn síðasta landsleik.
Javier Mascherano hefur leikið sinn síðasta landsleik. AFP

Javier Mascherano er hættur að leika með argentínska knattspyrnulandsliðinu. Þetta staðfesti hann eftir 4:3-tapið fyrir Frökkum í 16-liða úrslitum á HM í dag. 

Það er kominn tími á að kveðja og leyfa yngri leikmönnum að koma inn í liðið," sagði miðjumaðurinn við fréttamenn eftir leik. „Nú er ég orðinn einn af stuðningsmönnum liðsins," bætti hann svo við. 

Mascherano spilaði alla fjóra leki Argentínumanna á HM og lék hann alls á fjórum heimsmeistaramótum. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003 og spilaði alls 147 landsleiki, en enginn hefur leikið eins oft fyrir Argentínu. 

mbl.is