Landsliðsskór Iniesta komnir á hilluna

Andres Iniesta gengur hnugginn af velli í sínum síðasta landsleik.
Andres Iniesta gengur hnugginn af velli í sínum síðasta landsleik. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta hefur lagt landsliðsskóna á hilluna og var því leikur Spánverja og Rússa í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins hans síðasti landsleikur.

Iniesta kom inn á í síðari hálfleik en tókst ekki að hjálpa Spánverjum að landa sigri. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Iniesta sjálfur skoraði af öryggi en Rússar komust þó að lokum áfram.

Iniesta er 34 ára gamall og er nú orðinn leikmaður jap­anska liðsins Vis­sel Kobe eftir farsælan feril með Barcelona á Spáni. Hann á 131 landsleik að baki og 13 mörk og tryggði Spánverjum heimsmeistaratitlinn árið 2010.

mbl.is