Ekki meira með í riðlakeppninni

Hægri ökklinn á Neymar var stokkbólginn þegar hann fór af …
Hægri ökklinn á Neymar var stokkbólginn þegar hann fór af velli gegn Serbíu í gærkvöldi. AFP/Giuseppe Cacace

Neymar og Danilo, leikmenn brasilíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, munu báðir missa af næstu tveimur leikjum liðsins í riðlakeppni HM í Katar.

Rodrigo Lasm­ar, lækn­ir bras­il­íska liðsins, greindi frá því í dag að Neymar hafi skaddað liðbönd á hægri ökkla og missi því af næstu tveimur leikjum Brassa.

Sömu sögu er að segja af hægri bakverðinum Danilo, sem meiddist einnig á ökkla í 2:0-sigrinum á Serbíu í gærkvöldi.

Báðir missa þeir af leikjum gegn Sviss og Kamerún í G-riðlinum en vonir standa til að þeir verði báðir leikfærir í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

mbl.is