Portúgalir vilja Ronaldo á bekkinn

Cristiano Ronaldo sat á varamannabekknum síðustu 35 mínúturnar þegar Portúgal …
Cristiano Ronaldo sat á varamannabekknum síðustu 35 mínúturnar þegar Portúgal tapaði fyrir Suður-Kóreu í riðlakeppninni á HM. AFP/Odd Andersen

Svo virðist sem meirihluti knattspyrnuáhugafólks í Portúgal telji tíma Cristiano Ronaldo sem lykilmanns í landsliði þjóðarinnar vera liðinn.

Íþróttafjölmiðillinn A Bola í Portúgal birti í dag niðurstöðu úr skoðanakönnun meðal almennings í landinu þar sem spurt var hvort Ronaldo ætti að vera í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins á þriðjudags, eða hvort hann ætti að hefja leik á varamannabekknum.

Niðurstaðan úr könnuninni var sú að 70 prósent vildu að Ronaldo yrði á varamannabekknum en 30 prósent vildu hafa hann í byrjunarliðinu.

Portúgalir eiga marga öfluga sóknarmenn eins og Rafael Leao, André Silva og Goncalo Ramos sem eru að mati meirihlutans tilbúnir til að taka við hlutverki stórstjörnunnar í framlínu landsliðsins.

mbl.is