Framtíð Messis ræðst í janúar

Samingur Lionels Messis rennur út í sumar.
Samingur Lionels Messis rennur út í sumar. AFP/Juan Mabromata

Nasser Al-Khelaifi, stjórnarformaður knattspyrnuliðs París SG í Frakklandi, ætlar að setjast niður með Lionel Messi í janúar og ræða framtíð leikmannsins.

Þetta tilkynnti hann í samtali við Sky Sports en Messi, sem er 35 ára gamall, verður samningslaus í sumar.

Framtíð leikmannsins hefur verið mikið í umræðunni en hann hefur bæði verið orðaður við endurkomu til Barcelona, sem og Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni.

„Hann hefur verið frábær á þessari leiktíð,“ sagði Al-Khelaifi í samtali við Sky Sports.

„Hann er búinn að skora mikilvæg mörk fyrir okkur og leggja upp mörk líka. Við töluðum um það fyrir heimsmeistaramótið að við myndum setjast niður saman að mótinu loknu.

Við viljum auðvitað halda honum en við þurfum að bíða og sjá hvað verður,“ bætti Al-Khelaifi við.

mbl.is