Synir Íslands: Bjarki Már Elísson

Í sjöunda þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson, leikmann Veszprém í Ungverjalandi.

Bjarki Már, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Veszprém frá Lemgo í Þýskalandi síðasta sumar.

Hornamaðurinn er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en hann hefur einnig leikið með Fram, Selfossi og HK hér á landi en hann varð Íslandsmeistari með HK-ingum árið 2012.

Hann gekk til liðs við þýska B-deildarfélagið Eisenach árið 2013 áður en hann samdi við Füchse Berlín árið 2015 þar sem hann varð heimsmeistari félagsliða í tvígang.

Hann gekk til liðs við Lemgo í Þýskalandi árið 2019 og varð bikarmeistari með liðinu árið 2020, ásamt því að verða markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar sama ár.

Bjarki Már lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Hollandi í Laugardalshöll árið 2012. Alls á hann að baki 99 landsleik þar sem hann hefur skorað 340 mörk en heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi var hans sjötta stórmót.

Hægt er að horfa á þáttinn um Bjarka Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert