Þjálfaramál Íslands í dönskum miðlum

Guðmundur Þ. Guðmundsson á hliðarlínunni á HM.
Guðmundur Þ. Guðmundsson á hliðarlínunni á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur ratað í danska miðla, því TV2 fjallar um framtíð Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfara, á vef sínum í dag.

Einhverjir vilja að Guðmundur hætti þjálfun landsliðsins eftir vonbrigðin á HM í Svíþjóð og Póllandi og einn þeirra er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson.

Logi gagnrýndi Guðmund harðlega í hlaðvarpinu Handkastið og vill nýjan landsliðsþjálfara.

Danski miðilinn vakti athygli á ummælum Loga, en hann sagði Guðmund ráða illa við pressuna sem fylgir því að þjálfa landsliðið og því þyrfti að finna nýjan þjálfara. 

Guðmundur þjálfaði áður danska liðið og varð m.a. Ólympíumeistari með liðinu í Ríó árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert