Naumt tap fyrir Belgum

Unnar Rúnarsson skoraði annað mark Íslands í kvöld.
Unnar Rúnarsson skoraði annað mark Íslands í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti sætta sig við naumt tap fyrir Belgíu þegar liðin mættust í 2. deild B á HM í Belgrad í Serbíu í kvöld.

Belgar komust í 2:0 í fyrsta leikhluta áður en Hákon Marteinn Magnússon minnkaði muninn fyrir Ísland í öðrum leikhluta.

Í þriðja leikhluta jafnaði Unnar Rúnarsson svo metin fyrir íslenska liðið.

Þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta skoruðu Belgar hins vegar sigurmarkið og tryggðu sér þannig 3:2-sigur.

Ísland er eftir tapið sem fyrr á botni deildarinnar án stiga að loknum tveimur leikjum.

mbl.is