Fannar Freyr í tveggja leikja bann

Fannar Freyr fyrir miðju, númer 15.
Fannar Freyr fyrir miðju, númer 15. mbl.is/hag

Fannar Freyr Helgason leikmaður úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar í körfuknattleik var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Bannið tekur gildi strax og verður Fannar því ekki með Garðabæjarliðinu í kvöld þegar það mætir Grindvíkingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar.

Það voru Keflvíkingar sem sendu inn kæru til KKÍ vegna atviks sem átti sér stað í viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitunum en í leiknum gaf Fannar einum leikmanni Keflavíkurliðsins olnbogaskot.

Sjá dóminn

mbl.is

Bloggað um fréttina