Ágúst býst við fullu húsi í Hveragerði

Ágúst Björgvinsson fer með Valskonur til Hveragerðis og mætir þar sínu gamla liði Hamri í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfuknattleik. 

Í herbúðum Vals er auk þess Jaleesa Butler sem áður lék með Hamri. Lið Hamars er nú í 1. deild en er þar í efsta sæti og líklegt til þess að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni. 

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fara í Hveragerði og spila svona leik. Það verður örugglega rafmögnuð stemning,“ sagði Ágúst meðal annars við mbl.is í dag.

Ágúst Björgvinsson
Ágúst Björgvinsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert