Mæta Frökkum á EM í dag

Tryggvi Snær Hlinason og foreldrar hans, Hlini Jón Gíslason og …
Tryggvi Snær Hlinason og foreldrar hans, Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska piltalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mætir í dag Frökkum í fyrsta leik sínum í lokakeppni A-deildar Evrópumótsins á Krít.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland á sæti í A-deildinni, í hópi sextán bestu liða álfunnar í þessum aldursflokki.

Íslenska liðið hefur dvalið á Krít að undanförnu og mætti þar þremur stórþjóðum, Spánverjum, Grikkjum og Ítölum, á alþjóðlegu móti. Leikirnir töpuðust allir en mjög naumlega gegn Spáni og Ítalíu en þessi lið eru öll með á mótinu.

Ísland mætir Tyrkjum á morgun og loks Svartfellingum á mánudag í síðasta leik riðlakeppninnar.

Íslenska liðið er skipað mörgum piltum sem hafa verið í stórum hlutverkum í sínum liðum. Þar á meðal eru Tryggvi Snær Hlinason, Þórir Guðmundur Þorbjörnsson og Kári Jónsson sem allir létu talsvert að sér kveða á mótinu fyrr í vikunni. Þórir skoraði m.a. 21 stig í lokaleiknum gegn Ítölum. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert