Brynjar og Jón Arnór í bann

Brynjar Þór Björnsson lék með KR gegn ÍR í síðustu …
Brynjar Þór Björnsson lék með KR gegn ÍR í síðustu viku en verður í banni í kvöld. mbl.is/Golli

Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í Reykjavíkurslagnum við Val í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson fær sömuleiðis ekki að vera á bekknum hjá KR.

Þeir Brynjar og Jón Arnór, sem er frá keppni vegna meiðsla, voru úrskurðaðir í eins leiks bann hvor á fundi aganefndar KKÍ í gær, vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og KR 13. október. Talsverð læti voru í lok leiksins, sem Stjarnan vann naumlega, eftir harkalegt brot Pavels Ermolinskij. Pavel hlaut áminningu vegna sinnar háttsemi.

Brynjar gat leikið með KR-ingum í sigrinum á ÍR í síðustu umferð, áður en aganefnd hafði tekið málið fyrir, en verður ekki með í kvöld eins og fyrr segir.

Leikir kvöldsins:
ÍR – Njarðvík
Valur – KR
Haukar – Keflavík
Þór Ak. – Höttur

mbl.is