Kvennalandsliðið í eldlínunni

Helena Sverrisdóttir og Jelena Dubljevic í fyrri leik þjóðanna.
Helena Sverrisdóttir og Jelena Dubljevic í fyrri leik þjóðanna. mbl.is/Stella

Kvenna­landslið Íslands í körfuknatt­leik er komið til Svart­fjalla­lands þar sem það mæt­ir heima­kon­um í höfuðborg­inni Pod­g­orica í kvöld kl. 18 að ís­lensk­um tíma í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins.

Svart­fell­ing­ar eru efst­ir í riðlin­um með tvo sigra í þrem­ur um­ferðum, eins og reynd­ar bæði Bosn­ía og Slóvakía, en Ísland hef­ur tapað öll­um þrem­ur leikj­um sín­um. Svart­fjalla­land vann Ísland 84:62 í fyrstu um­ferðinni í Laug­ar­dals­höll­inni í nóv­em­ber þar sem hin há­vaxna Jelena Dublj­evic skoraði 30 stig.

Ísland mætti Bosníu ytra á laugardag og mátti þá sætta sig við stórtap, 97:67.