Michael Craion aftur í Keflavík

Michael Craion í leik með Keflavík árið 2013.
Michael Craion í leik með Keflavík árið 2013. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í dag við Bandaríkjamanninn Michael Craion og spilar hann með liðinu á komandi leiktíð. Karfan.is staðfesti þetta í kvöld. 

Craion þekkir vel til Íslands og Keflavíkur, en hann lék með liðinu 2012-2014 og þaðan fór hann til KR þar sem hann lék til ársins 2016 og var tvisvar Íslandsmeistari. Var hann valinn besti erlendi leikmaðurinn þrisvar á fjórum tímabilum hér á landi. 

Hann hefur leikið í Frönsku C-deildinni undanfarin tímabil með Lorient og svo SVBD. 

mbl.is