Fimm lið með 4 stig

Hallveig Jónsdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í kvöld.
Hallveig Jónsdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skallagrímur vann góðan sigur á Stjörnunni 79:71 í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann útisigur á Haukum og Valur lagði Breiðablik að velli eftir spennandi leik á Hlíðarenda. 

Borgnesingar unnu þriðja leikhluta með tíu stiga mun og lögðu þar grunninn að sigrinum. Bæði lið eru nú með 50% vinningshlutfall eftir fjórar umferðir, tvö sigra og tvö töp. 

Keflvíkingar, meistararnir 2017, eru einnig með tvo sigra og tvö töp. Sigur Keflavíkur á núverandi meisturum í Haukum var nokkuð öruggur 69:86. Haukar eru einnig með 4 stig eins og hin þrjú liðin. 

Sama má segja um Val. Liðið er einnig með tvo sigra og tvö töp og er deildin því í nokkrum hnút. Valur vann nauman sigur á Breiðabliki 71:67 en Blikar eru án stiga á botni deildarinnar. KR og Snæfell eru á toppnum með 6 stig hvort lið. 

Haukar - Keflavík 69:86

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. október 2018.

Gangur leiksins:: 7:5, 12:12, 12:17, 19:29, 23:32, 29:37, 31:44, 35:48, 38:59, 45:59, 51:61, 54:64, 56:69, 64:78, 66:80, 69:86.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 25/5 fráköst, LeLe Hardy 15/16 fráköst/9 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 9/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 9, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/8 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 38/9 fráköst/8 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Erna Hákonardóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/3 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 45

Valur - Breiðablik 71:67

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 21. október 2018.

Gangur leiksins:: 8:5, 8:8, 10:18, 14:22, 19:24, 24:29, 30:31, 37:34, 40:39, 45:44, 50:49, 56:54, 61:56, 65:58, 68:62, 71:67.

Valur: Hallveig Jónsdóttir 20, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Brooke Johnson 9/6 fráköst, Simona Podesvova 9/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Kelly Faris 26/18 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 17, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/9 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 3, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 70

Skallagrímur - Stjarnan 79:71

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 21. október 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 9:4, 18:8, 25:10, 25:14, 27:21, 31:29, 34:33, 42:37, 49:39, 53:39, 57:46, 64:57, 67:60, 74:64, 79:71.

Skallagrímur: Bryesha Blair 21/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Shequila Joseph 19/11 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 14/6 fráköst, Ines Kerin 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 24/10 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 17, Maria Florencia Palacios 17, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 156

Bryesha Blair skoraði 21 stig fyrir Skallagrím gegn Stjörnunni.
Bryesha Blair skoraði 21 stig fyrir Skallagrím gegn Stjörnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert