Curry fylgdist með Jóni Axel

Jón Axel Guðmundsson skoraði 21 stig í nótt og gaf ...
Jón Axel Guðmundsson skoraði 21 stig í nótt og gaf sjö stoðsendingar. AFP

Jón Axel Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir Davidson-háskólann þegar liðið vann 80:72-sigur gegn Saint Joseph's í bandaríska háskolaboltanum í körfuknattleik í nótt. Jón Axel skoraði 21 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jón Axel spilaði í 39. mínútur í leiknum.

Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, og einn besti körfuknattleiksmaður NBA-deildarinnar var á áhorfendapöllunum á leiknum í nótt en hann lék með Davidson-háskólanum á sínum yngri árum. 

Curry fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum liðsins í leikslok en Davidson er í efsta sæti í sinni deild vestanhafs og hefur Jón Axel spilaði frábærlega með liðinu á þessari leiktíð en hann er á sínu þriðja ári í skólanum.

mbl.is