Valur bikarmeistari í fyrsta skipti

Valur vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta í dag með 90:74-sigri á Stjörnunni í bikarúrslitum í Laugardalshöll. 

Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu sex fyrstu stigin. Stjarnan svaraði hins vegar með næstu níu og var fyrsti leikhluti jafn eftir það. Helena Sverrisdóttir komst hins vegar betur inn í leikinn eftir því sem leið á leikhlutann og voru Valskonur því yfir eftir hann, 21:15.

Annar leikhlutinn var mjög jafn framan af og þegar hann var hálfnaður var munurinn aðeins þrjú stig, 31:28, Val í vil. Eins og í fyrsta leikhlutanum voru Valskonur hins vegar sterkari á lokakaflanum og staðan í hálfleik var 45:38.

Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tvær þriggja stiga körfur frá Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur og Heather Butler breyttu stöðunni í 53:38. Stjörnukonur neituðu hins vegar að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í sjö stig, 60:53, áður en þriðji leikhluti var allur.

Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var hins vegar 65:55. Hallveig Jónsdóttir skoraði fyrstu körfu fjórða leikhlutans fyrir utan þriggja stiga línuna og kom muninum í þrettán stig, 68:55. Eftir því sem leið á fjórða leikhlutann náðu Valskonur meiri undirtökum og að lokum var sigurinn sannfærandi. 

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Val með 31 stig og tók hún einnig 13 fráköst. Danielle Rodriguez var stigahæst hjá Stjörnunni með 27 stig. 

Stjarnan - Valur 74:90

Laugardalshöll, Bikarkeppni kvenna, 16. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 7:6, 11:7, 13:14, 15:21, 22:26, 30:31, 36:38, 38:45, 38:50, 43:55, 49:58, 55:65, 57:70, 61:77, 67:79, 74:90.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 27/9 fráköst/10 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 13/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7/5 fráköst, Veronika Dzhikova 6/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Valur: Helena Sverrisdóttir 31/13 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 19, Hallveig Jónsdóttir 14, Heather Butler 13/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Ásta Júlía Grímsdóttir 4, Simona Podesvova 4/8 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson.

Áhorfendur: 307

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 74:90 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is