Efasemdarmenn þagna

Finnur Freyr Stefánsson, Arnar Guðjónsson og Craig Pedersen í Laugardalshöllinni.
Finnur Freyr Stefánsson, Arnar Guðjónsson og Craig Pedersen í Laugardalshöllinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR síðustu fimm árin í körfuboltanum, birti áhugavert tíst í gær þar sem hann lætur í það skína að margir hafi haft efasemdir við um Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, myndi vinna bikar. 

Undir stjórn Arnars varð Stjarnan bikarmeistari karla í gær þegar liðið lagði Njarðvík að velli í úrslitaleiknum en Njarðvík er í efsta sæti í deildinni og Stjarnan í öðru sæti. 

Með þessum úrslitum þaggaði Arnar niður í mörgum efasemdarmönnum að sögn Finns. 

Arnar Guðjónsson tók við Stjörnunni síðasta sumar en hann hafði búið í Danmörku í mörg ár og þjálfað þar. 

Arnar og Finnur störfuðu saman í nokkur ár hjá íslenska landsliðinu sem aðstoðarþjálfarar Craigs Pedersen. 

mbl.is