Davíð Tómas má ekki dæma hjá ÍR

Davíð Tómas Tómasson
Davíð Tómas Tómasson Ljósmynd/KKÍ

Körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson, hefur ekkert dæmt í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðan hann dæmdi oddaleik Tindastóls og Þórs Þ. í átta liða úrslitunum í upphafi mánaðar.  

Davíð Tómas dæmir fyrir KR og má hann því ekki dæma leiki í einvígi KR og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum. Hann hefur hins vegar ekki heldur dæmt leiki í einvígi Stjörnunnar og ÍR og ekki einn einasta leik hjá ÍR á árinu. Ástæða þess er Instagram-færsla sem Davíð birti. Vísir.is greindi frá. 

Í færslunni er mynd af Davíð ásamt Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikmanni ÍR. Við myndina stendur núna „@ the office“ eða á skrifstofunni. Það stóð ekki upprunalega við myndina, heldur var þar tilvísun í tengsl Davíðs og Matthíasar við Vesturbæ Reykjavíkur. Vegna þessa fær hann ekki að dæma leiki með ÍR. 

Davíð hefur haft nóg að gera í úrslitakeppninni í kvennaflokki því hann hefur dæmt tvo af fjórum leikjum í einvígi Keflavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum og hefur hann einnig dæmt leiki í úrslitakeppni 1. deildar karla. 

Hér að neðan má sjá færsluna sem um ræðir. 

View this post on Instagram

@ the office

A post shared by Davíð Tómas Tómasson (@dabbi_t) on Jan 22, 2019 at 2:56am PST

mbl.is