Sorglegt að þurfa að ræða kynþáttaníð árið 2019

Hannes Sigurbjörn Jónsson, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð …
Hannes Sigurbjörn Jónsson, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð saman komin í Laugardalshöll í febrúar á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvorki ég né Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, urðum vör við eitthvað óeðlilegt í stúkunni á Hornafirði á föstudaginn síðasta,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær. Hannes og Guðbjörg voru bæði á Hornafirði á föstudaginn síðasta til að fylgjast með leik Sindra og Hamars í fyrstu umferð 1. deildar karla en Kinu Rochford, leikmaður Hamars, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum.

Dómarar hafa útilokunarvald

Dómarar á leikjum KKÍ hafa vald til þess að vísa fólki úr stúkunni ef svo ber undir. Hannes er sannfærður um að dómarar leiksins hefðu vísað viðkomandi út úr húsi ef þeir hefðu heyrt eitthvað óeðilegt.

„Ég er nokkuð sannfærður um það að dómarar leiksins hefðu gripið inn í ef þeir hefðu heyrt eitthvað óviðeigandi. Það þarf alltaf að gæta að hlutleysi dómara og við ákváðum þess vegna að heyra í dómaratríóinu daginn eftir leik, til þess að gefa þeim tækifæri til þess að melta leikinn. Við óskuðum eftir skýrslu frá þeim og fengum mjög góða greinargerð. Dómararnir heyrðu ekkert óeðlilegt heldur, en það þýðir samt sem áður ekki að þessi orð hafi ekki verið látin falla.“

Viðtalið við Hannes S. Jónsson má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert