Martin í vandræðum í Barcelona

Martin Hermannsson náði sér ekki á strik í Barcelona.
Martin Hermannsson náði sér ekki á strik í Barcelona.

Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfubolta og liðsfélagar hans í Alba Berlín máttu þola 84:103-tap á útivelli fyrir Barcelona í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld. Keppnin er sú sterkasta í álfunni. 

Martin átti í erfiðleikum í leiknum því hann fékk þrjár villur snemma leiks og fór því á varamannabekkinn. Hann spilaði alls fimmtán mínútur, tókst ekki að skora og gaf eina stoðsendingu. Hann tapaði boltanum tvisvar og var með mínus fimm framlagspunkta. 

Leikstjórnandinn spilar oftast betur, en hann fær að fara aftur á völlinn strax á sunnudag er Alba Berlín mætir Würzburg á útivelli. Alba hefur leikið þrjá leiki í Evrópudeildinni á leiktíðinni og unnið einn leik og tapað tveimur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert