Elvar með tvennu í toppslag

Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir Borås er liðið þurfti að játa sig sigrað gegn Köping Stars á útivelli í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag, 67:75. 

Elvar skoraði tólf stig, gaf tíu stoðsendingar og tók fjögur fráköst á rúmum 28 mínútum. Elvar er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu. 

Borås er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Köping, sem fór upp í toppsætið með sigrinum. Borås á leik til góða og getur því endurheimt toppsætið með sigri á Umeå næstkomandi þriðjudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert