Hvalreki inni í landi

Jón Arnór Stefánsson er orðinn leikmaður Vals.
Jón Arnór Stefánsson er orðinn leikmaður Vals. mbl.is/Arnþór Birkisson

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skrifaði í gær undir samning við Val og mun því hafa félagaskipti úr KR yfir í Val líkt og vinur hans Pavel Ermolinskij gerði fyrir ári. Við honum tekur Finnur Freyr Stefánsson, fyrrverandi þjálfari KR, sem réð sig til Vals eftir að síðasta Íslandsmóti lauk.

Vistaskipti Jóns Arnórs eru mikil tíðindi eins og nærri má geta. Körfuknattleiksdeild Vals, sem fremur lítið fór fyrir árum saman, er nú með innan sinna raða bæði Jón Arnór og Helenu Sverrisdóttur. Helena er þó í barnsburðarleyfi sem stendur. Jón og Helena eru það íslenska körfuboltafólk sem lengst hefur náð í Evrópu (þótt Martin Hermannsson sé nú farinn að blanda sér í slíka söguskýringu). Hlutirnir geta verið fljótir að breytast hér á sögueyjunni. Starfið í Val virðist nú vera í miklum blóma og félagið teflir fram sex liðum í boltagreinum sem öll eru mjög vel mönnuð.

„Í þessu felst viss yfirlýsing um að fólk hérna vilji gera vel í körfuboltanum eins og verið hefur í fótboltanum og handboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og síðasta skrefið er þá að karlaliðið í körfunni fari einnig á flug. Þetta eru frábær tíðindi fyrir körfuknattleiksdeildina í Val og ekki síður fyrir félagið,“ sagði Finnur Freyr þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í Fjósinu, eins konar félagsheimili Valsara, sem hýsti blaðamannafundinn í gær.

Sjáðu viðtalið og greinina um Jón Arnór í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »