Góður leikur dugði ekki gegn stórliðinu

Tryggvi Snær Hlinason var sterkur hjá Zaragoza þrátt fyrir tap.
Tryggvi Snær Hlinason var sterkur hjá Zaragoza þrátt fyrir tap. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Stórliðið Real Madrid hafði betur gegn Zaragoza á heimavelli, 103:83, í A-deild Spánar í körfubolta í kvöld. 

Þrátt fyrir tapið átti Tryggvi Snær Hlinason góðan leik fyrir Zaragoza og skoraði ellefu stig og tók átta fráköst á aðeins 15 mínútum. Fékk miðherjinn hinsvegar fjórar villur og var í villuvandræðum. 

Er Zaragoza án stiga eftir fyrstu tvo leikina og Real Madrid með fullt hús. Zaragoza fær Gran Canaria frá Kanaríeyjum í heimsókn í næstu umferð á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert