Haukar unnu í Smáranum

Þóra Kristín Jónsdóttir og Fanney Lind Thomas eigast við í …
Þóra Kristín Jónsdóttir og Fanney Lind Thomas eigast við í Smáranum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar höfðu betur gegn Breiðabliki 70:60 þegar liðin mættust í Smáranum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. 

Hafnfirðingar slitu sig frá Blikum á síðustu tveimur mínútum eða svo og tryggðu sér bæði stigin. Haukar eru þá með 12 stig og fara upp að hlið efstu liðanna Keflavíkur og Fjölnis, um stundarsakir hið minnsta, en heil umferð fer fram í dag og í kvöld. Breiðablik er með 4 stig. 

Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 17 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. 

Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæsta hjá Breiðabliki með 15 stig. Hún stal boltanum þrívegis og tók fimm fráköst. 

Gangur leiksins: 4:0, 8:7, 8:9, 12:11, 14:16, 18:24, 20:28, 22:32, 24:37, 26:41, 34:47, 42:53, 44:55, 48:61, 57:63, 60:70.

Breiðablik: Birgit Ósk Snorradóttir 15/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 11/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/11 fráköst/4 varin skot, Iva Georgieva 8/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6, Jenný Harðardóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Fanney Lind G. Thomas 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 17/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Lovisa Bjort Henningsdottir 10, Alyesha Lovett 8/11 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Sveinn Bjornsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert