Bikardráttur í beinni

Skallagrímur er bikarmeistari kvenna.
Skallagrímur er bikarmeistari kvenna. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Dregið er til forkeppni, undankeppni og 16-liða úrslita bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik, sem nú heitir VÍS-bikarinn, klukkan 14.00 í höfuðstöðvum VÍS og fylgjast má með drættinum í beinu streymi hér á mbl.is.

Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari karla eftir að hafa sigrað Grindavík 89:75 í úrslitaleik 15. febrúar 2020, en Garðbæingar unnu þar bikarinn í fimmta skipti. 

Skallagrímur er ríkjandi bikarmeistari kvenna eftir sigur á KR, 66:49, í úrslitaleik sama dag fyrir rúmu ári en það var fyrsti sigur Borgnesinga í keppninni.VÍS-bikar kvenna

Alls eru 16 lið skráð til leiks í VÍS-bikar kvenna (Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar-Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, KR, Njarðvík, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri), en dregið verður beint í 16 liða úrslit VÍS-bikars kvenna. 16 liða úrslit VÍS-bikars kvenna verða leikin miðvikudaginn 21. apríl, en dregið verður í 8 liða úrslit strax að kvöldi 21. apríl þegar ljóst er hvað 8 lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

Stjarnan er bikarmeistari karla.
Stjarnan er bikarmeistari karla. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

VÍS-bikar karla

Í VÍS-bikar karla er 21 lið skráð til leiks (Álftanes, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, Hrunamenn, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Ak. Þór Þ.). Drátturinn verður því þrískiptur karlamegin, fyrst dregið í forkeppni, þá í undankeppni og loks til 16-liða úrslitanna.

mbl.is