Tryggvi fékk bronsið í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar í spænska liðinu Zaragoza tryggðu sér í dag bronsverðlaunin í Meistaradeild FIBA í körfuknattleik með því að sigra Strasbourg frá Frakklandi í Nizhnij Novgorod í Rússlandi, 89:77.

Tryggvi spilaði í tólf mínútur í dag en hann skoraði fjögur stig, tók tvö fráköst og átti eina stoðsendingu fyrir Zaragoza.

Pinar Karsiyaka frá Tyrklandi, sem vann Zaragoza í undanúrslitunum á föstudag, mætir San Pablo Burgos í úrslitaleik keppninnar síðar í dag.

mbl.is