Sá fyrsti frá Denver

Nikola Jokic er fyrsti Serbinn til þess að verða útnefndur …
Nikola Jokic er fyrsti Serbinn til þess að verða útnefndur besti leikmaður deildarinnar. AFP

Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik, var í nótt útnefndur besti og mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Hann er fyrsti leikmaður Denver Nuggets sem afrekar þetta, ásamt því að vera fyrsti Serbinn til að hreppa verðlaunin.

Jokic átti frábært tímabil með Dever og lék alla 72 leiki liðsins í deildarkeppninni í vetur. Hann skoraði 26 stig að meðaltali, tók ellefu fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Serbinn er þriðji leikmaðurinn frá Evrópu til þess að vinna verðlaunin en fyrir höfðu þeir Dirk Nowitzki og Giannis Antetokounmpo hlotið viðurkenninguna.

Denver er komið alla leið í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem liðið er 0:1-undir í einvígi sínu gegn Phoenix Suns.

mbl.is