Óvænt tap meistaranna

Maryia Papova var drjúg fyrir Hvíta-Rússland.
Maryia Papova var drjúg fyrir Hvíta-Rússland. Ljósmynd/FIBA

Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja töpuðu óvænt fyrir Hvíta-Rússlandi, 51:53, í fyrsta leik liðsins á EM kvenna í körfubolta í Valencia í kvöld. Mótið fer fram á Spáni og í Frakklandi.

Flestir áttu von á spænskum sigri á heimavelli í kvöld en Hvíta-Rússland var með forystuna nánast allan tímann og tókst Cristinu Ouvina ekki að stela sigrinum með þriggja stiga körfu í blálokin. Maryia Papova skoraði 19 stig fyrir Hvíta-Rússland og Astou Ndour gerði 15 fyrir Spán.

Frakkar, hinir gestgjafarnir, áttu ekki í nokkrum vandræðum með að vinna Króatíu, 105:63, á meðan Serbía vann Ítalíu í framlengdum spennuleik, 86:61.

Úrslit dagsins á EM kvenna í körfubolta:
Svíþjóð – Slóvakía 57:57
Rússland – Tékkland 73:69
Svartfjallaland – Grikkland 70:55
Bosnía – Belgía 70:55
Serbía – Ítalía 86:81
Slóvenía – Tyrkland 72:47
Frakkland – Króatía 105:63
Hvíta-Rússland – Spánn 53:51

mbl.is