Besta byrjun Chicago í 25 ár

DeMar DeRozan fór á kostum fyrir Chicago Bulls.
DeMar DeRozan fór á kostum fyrir Chicago Bulls. AFP

DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið heimsótti Toronto Raptors í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með þriggja stiga sigri Chicago, 111:108, en OG Anunoby var stigahæstur í liði Toronto með 22 stig.

Chicago er í efst sæti austurdeildarinnar með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og er þetta besta byrjun félagsins í deildinni í 25 ár.

Þá skoraði Giannis Antekounmpo 30 stig fyrir meistara Milwaukee Bucks, ásamt því að taka tíu fráköst og gefa níu stoðsendingar þegar liðið vann 119:109-útisigur gegn Indiana Pacers.

Milwaukee er með þrjá sigra og eitt tap í þriðja sæti austurdeildarinnar eftir fjóra spilaða leiki.

Úrslit næturinnar í NBA:

Indiana Pacers 109:119 Milwaukee Bucks
Charlotte Hornets 129:140 Boston Celtics
Toronto Raptors 108:111 Chicago Bulls
Miami Heat 107:90 Orlando Magic
Brooklyn Nets 104:90 Washington Wizards
Atlanta Hawks 122:104 Detroit Pistons
Los Angeles Clippers 116:86 Portland Trail Blazers
Denver Nuggets 87:99 Cleveland Cavaliers
Minnesota Timberwolves 98:107 New Orleans Pelicans

Giannis Antetokounmpo var með tvöfalda tvennu fyrir Bucks.
Giannis Antetokounmpo var með tvöfalda tvennu fyrir Bucks. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert