Charlotte vann góðan sigur á Miami

Terry Rozier sækir að körfunni í leik gegn Chicago Bulls …
Terry Rozier sækir að körfunni í leik gegn Chicago Bulls á dögunum. Hann var stigahæsti maður vallarins í kvöld. AFP/Jared C. Tilton

Charlotte Hornets vann Miami Heat, 122:117, í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í kvöld.

Miami var fjórum stigum yfir í hálfleik en góður þriðji leikhluti Charlotte-liðsins lagði grunninn að góðum sigri.

Terry Rozier var stigahæstur í liði Charlotte með 31 stig en auk þess tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. PJ Washington kom næstur með 27 stig og þá gerði Gordon Hayward 20 stig.

Hjá Miami var Jimmy Butler stigahæstur með 28 stig en Tyler Herro kom næstur með 24 stig.

Charlotte er í 14. sæti austurdeildar með 15 sigra í 51 leik. Miami er í sjötta sæti sömu deildar með 28 sigra í 51 leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert